Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Karl Lúðvíksson skrifar 16. febrúar 2014 10:09 Ein útgáfa af svörtum nobbler Það var nokkuð um að veiðimenn færu upp í Veiðivötn í fyrrasumar og kæmu með lítinn eða engann afla með sér til baka og mátti víst ýmsu kenna um léleg aflabrögð. Veðrið var fyrir það fyrsta afleitt á köflum og stundum komu nokkrir dagar saman þar sem varla var stætt fyrir roki og rigningu. Samt voru veiðimenn inn á milli sem veiddu vel og þar af nokkrir sem nota eingöngu flugu. Einn ágætur vinarhópur sem fer upp í vötn árlega og veiðir alltaf vel, notar ákveðið afbrigði af Nobbler sem var fyrst hnýtt af hinum geðþekka veiðimanni Bob Church. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að uppljóstra neinu leyndarmáli og segi frá þessu "leynivopni" félagana með góðu leyfi. Nobblerinn er til í mörgum útgáfum og oftar en ekki er hann þyngdur og þá yfirleitt með þungum augum eða þyngdum haus. Það sem Bob Church gerði við sínar flugur er að þyngja þær með tungsten sem er besta og þyngsta sökkefni sem þú færð og um leið að hnýta flugurnar eins léttar á búknum svo það sé ekki annað efni að gefa flugunni flot. Létt hnýttur búkurinn með Maribou skottinu (sporður) verður mjög líflegt í vatninu þegar tungsten hausinn sekkur hratt niður og þegar veiðimaðurinn kippir flugulínunni inn verður flugan oft á tíðum ómótstæðileg fyrir urriðann. Mest hafa þeir hnýtt í dökk grænum, brúnum, gráum og svörtum Nobblerum. Þessi fluga er veidd á hægsökkvandi línu og þegar flugan er dregin inn er það gert í stuttum hröðum rykkjum með óvæntu stoppi inn á milli. Þetta hermir eftir hreyfingum Hornsílis sem gnægð er af í vötnunum og er ein helsta uppistaða fæðu fyrir urriðan. Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Vefsalan farin í gang hjá Lax-Á Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði 2000 urriðar á land hjá Ion Veiði
Það var nokkuð um að veiðimenn færu upp í Veiðivötn í fyrrasumar og kæmu með lítinn eða engann afla með sér til baka og mátti víst ýmsu kenna um léleg aflabrögð. Veðrið var fyrir það fyrsta afleitt á köflum og stundum komu nokkrir dagar saman þar sem varla var stætt fyrir roki og rigningu. Samt voru veiðimenn inn á milli sem veiddu vel og þar af nokkrir sem nota eingöngu flugu. Einn ágætur vinarhópur sem fer upp í vötn árlega og veiðir alltaf vel, notar ákveðið afbrigði af Nobbler sem var fyrst hnýtt af hinum geðþekka veiðimanni Bob Church. Ég tek það skýrt fram að ég er ekki að uppljóstra neinu leyndarmáli og segi frá þessu "leynivopni" félagana með góðu leyfi. Nobblerinn er til í mörgum útgáfum og oftar en ekki er hann þyngdur og þá yfirleitt með þungum augum eða þyngdum haus. Það sem Bob Church gerði við sínar flugur er að þyngja þær með tungsten sem er besta og þyngsta sökkefni sem þú færð og um leið að hnýta flugurnar eins léttar á búknum svo það sé ekki annað efni að gefa flugunni flot. Létt hnýttur búkurinn með Maribou skottinu (sporður) verður mjög líflegt í vatninu þegar tungsten hausinn sekkur hratt niður og þegar veiðimaðurinn kippir flugulínunni inn verður flugan oft á tíðum ómótstæðileg fyrir urriðann. Mest hafa þeir hnýtt í dökk grænum, brúnum, gráum og svörtum Nobblerum. Þessi fluga er veidd á hægsökkvandi línu og þegar flugan er dregin inn er það gert í stuttum hröðum rykkjum með óvæntu stoppi inn á milli. Þetta hermir eftir hreyfingum Hornsílis sem gnægð er af í vötnunum og er ein helsta uppistaða fæðu fyrir urriðan.
Stangveiði Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Vefsalan farin í gang hjá Lax-Á Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun Veiði 26 punda lax úr Laxá á Nessvæðinu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Laxinn er mættur í Elliðaárnar Veiði 2000 urriðar á land hjá Ion Veiði