Handbolti

Kif Kolding vann fyrsta leikinn undir stjórn Arons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánssson.
Aron Kristjánssson. Vísir/Getty
Aron Kristjánssson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og nýr þjálfari danska liðsins Kif Kolding Kaupmannahöfn, byrjaði vel með liðið í kvöld.

Kif Kolding vann þá eins marks útisigur á Wisla Plock, 26-25, í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 10-8 yfir í hálfleik.

KIF Kolding var 26-21 yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en pólska liðið var næstum því búið að stela stigi í lokin.

Kif Kolding var búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum í Meistaradeildinni á móti Porto og Kiel en er nú í öðru sæti síns riðils, tveimur stigum á eftir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel.

Aron tekur við danska liðinu á erfiðum tíma þar sem mikið er um meiðsli í leikmannahópnum og það er því frábært að vinna mikilvægan útisigur í fyrsta leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×