Sýknaðir í Vafningsmálinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2014 16:15 Guðmundur Hjaltason er hér lengst til vinstri og Lárus Welding, lengst til hægri. Þórður Bogason, lögmaður Guðmundar og fyrrum bekkjarbróðir hvíslar hér einhverju að honum. Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað Lárus Welding og Guðmund Hjaltason í Vafningsmálinu svonefnda. Þeir voru kærðir fyrir umboðssvik með því hafa ákveðið og sakþykkt 102 milljón evra peningamarkaðslán til Milestone þann 8. febrúar 2008. Allur sakarkostnaður málsins í héraði greiðist úr ríkissjóði með þeim fjárhæðum sem ákveðnar voru í hinum áfrýjaða dómi. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir kröfðust þeir sýknu fyrir Hæstarétti. Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, voru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekki nema hálfa milljón króna í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Samkvæmt ákæru var tilgangurinn að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning. Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga sem fjallar um umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15 Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. 17. júlí 2013 20:15
Vafningsmálið fyrir Hæstarétti í dag Aðalmeðferð í máli Lárusar og Guðmundar, sem voru sakfelldir fyrir umboðssvik í héraði, fór fram í Hæstarétti í dag. 3. febrúar 2014 14:17