Spólaðar Benz töskur Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 14:19 Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent
Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent