Handbolti

Alexander með stórleik í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Vísir/Bongarts
Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í þriggja marka sigri á Göppingen, 25-22, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Kiel fóru illa með annað Íslendingalið.

Alexander átti sannkallaðan stórleik í vörn sem sókn og var langatkvæðamestur í liði Guðmundar Guðmundssonar. Alexander gat ekki spilað með íslenska landsliðinu á EM en sýndi mátt sinn í sigrinum í kvöld. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað hjá Ljónunum.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu þriggja marka heimasigur á SC Magdeburg, 27-24, í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk þegar Kiel vann níu marka heimasigur á Eisenach, 30-31 en og Aron Pálmarsson spilaði ekki vegna meiðsla. Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir lærisveina Aðalsteins Eyjólfssonar í Eisenach sem skoruðu aðeins 13 mörk á fyrstu 50 mínútum leiksins.

Vignir Svavarsson og félagar í GWD Minden töpuðu með fjórum mörkum á útivelli á móti TBV Lemgo, 25-29, en Vignir komst ekki á blað í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×