Rokkið réttir úr kútnum 12. febrúar 2014 13:53 Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi. nordicphotos/getty Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira