Flug í Bandaríkjunum falla niður vegna skorts á flugmönnum Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2014 13:23 Flugmenn eru ekki öfundsverðir af launum þeim sem innanlandsflugfélög í Bandaríkjunum borga. Business Week Skortur á flugmönnum hefur valdið því að mörg smærri flugfélög í Bandaríkjunum hafa neyðst til að fella niður flug og jafnvel leggja flugvélum sínum tímabundið. Það sem mestu veldur um þessa þróun eru hertar reglur flugyfirvalda um lágmarksflugtíma flugmanna sem heimilt er að fljúga vélunum. Lágmarkið er nú sett við 1.500 flugtíma, en var 250 flugtímar áður. Þessi vandi hefur nær einskorðast við minni flugfélög og hefur til að mynda eitt af stærri innanlandsflugfélögum í Bandaríkjunum, Republic Airways Holdings (RJET) neyðst til að leggja 27 af 41 Embraer 50 sæta vélum sínum sökum þessa. Nýju flugtímareglurnar voru settar í kjölfar flugslyss á árinu 2009 er flugvél Continental Express fórst sökum reynsluleysis flugmanns hennar. Það er ekki beint fýsilegt fyrir flugmenn að vinna hjá þessum minni félögum sem aðallega fljúga innanlands í Bandaríkjunum því byrjunarlaun þar er svo neðarlega sem 21.000 dollara á ári, eða um 200.000 krónur á mánuði. Það eru ekki há laun sé haft í huga að menntun flugmanna getur hæglega kostað 100.000 dollara, eða 11,5 milljónir króna. Stærri flugfélögin eins og Delta og United borga mun betur, en þar eru byrjunarlaun um 61.000 dollarar, sem gera um 600.000 króna mánaðarlaun. Flugfélagið Emirates borgar hins vegar nýjum flugmönnum 82.000 dollara árslaun, eða um 800.000 krónur, auk þess að greiða húsaleigu og ýmsan annað kostnað þeirra. Það er því ekki nema vona að straumurinn hafi verið frá Bandaríkjunum, sem og víða annarsstaðar frá, til slíkra flugfélaga sem borga vel. Það hefur hinsvegar leitt til þess að mikill skortur er á flugmönnum heimafyrir. Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skortur á flugmönnum hefur valdið því að mörg smærri flugfélög í Bandaríkjunum hafa neyðst til að fella niður flug og jafnvel leggja flugvélum sínum tímabundið. Það sem mestu veldur um þessa þróun eru hertar reglur flugyfirvalda um lágmarksflugtíma flugmanna sem heimilt er að fljúga vélunum. Lágmarkið er nú sett við 1.500 flugtíma, en var 250 flugtímar áður. Þessi vandi hefur nær einskorðast við minni flugfélög og hefur til að mynda eitt af stærri innanlandsflugfélögum í Bandaríkjunum, Republic Airways Holdings (RJET) neyðst til að leggja 27 af 41 Embraer 50 sæta vélum sínum sökum þessa. Nýju flugtímareglurnar voru settar í kjölfar flugslyss á árinu 2009 er flugvél Continental Express fórst sökum reynsluleysis flugmanns hennar. Það er ekki beint fýsilegt fyrir flugmenn að vinna hjá þessum minni félögum sem aðallega fljúga innanlands í Bandaríkjunum því byrjunarlaun þar er svo neðarlega sem 21.000 dollara á ári, eða um 200.000 krónur á mánuði. Það eru ekki há laun sé haft í huga að menntun flugmanna getur hæglega kostað 100.000 dollara, eða 11,5 milljónir króna. Stærri flugfélögin eins og Delta og United borga mun betur, en þar eru byrjunarlaun um 61.000 dollarar, sem gera um 600.000 króna mánaðarlaun. Flugfélagið Emirates borgar hins vegar nýjum flugmönnum 82.000 dollara árslaun, eða um 800.000 krónur, auk þess að greiða húsaleigu og ýmsan annað kostnað þeirra. Það er því ekki nema vona að straumurinn hafi verið frá Bandaríkjunum, sem og víða annarsstaðar frá, til slíkra flugfélaga sem borga vel. Það hefur hinsvegar leitt til þess að mikill skortur er á flugmönnum heimafyrir.
Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira