Handbolti

Hafnaði Barcelona og samdi við Ribe/Esbjerg

Sebastian Frandsen.
Sebastian Frandsen.
Það er draumur flestra handboltamanna að fá að spila með spænska stórliðinu Barcelona. Efnilegasti markvörður Dana sagði aftur á móti nei við tilboði félagsins.

Sebastian Frandsen er aðeins 19 ára gamall og þykir gríðarmikið efni. Hann er yfir tveir metrar á hæð og var besti markvörður HM U-19 ára liða síðasta sumar þar sem Danir unnu gull.

Frandsen ákvað frekar að semja við Ribe/Esbjerg sem er í fallhættu í dönsku úrvalsdeildinni.

"Ég vil frekar spila með liði þar sem ég fæ að spila," sagði Frandsen en hann hefði byrjað sem þriðji markvörður Barcelona á eftir Arpad Sterbik og Daniel Saric.

"Það má vel vera að þetta sé tilboð sem ég fæ bara einu sinni um ævina en ég tel mig vera að taka rétta ákvörðun og vonandi kemur þetta tækifæri aftur síðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×