Metnaður Kolding er að vinna titla 12. febrúar 2014 14:15 Aron Kristjánsson tekst á við spennandi verkefni. Vísir/Daníel Yfirmaður íþróttamála hjá KIF Kolding er ánægður með að Aron Kristjánsson hafi tekið boði félagsins um að stýra liðinu út tímabilið. Landsliðsþjálfarinn fékk leyfi frá HSÍ til að þjálfa stórlið Kolding út tímabilið vegna veikinda núverandi þjálfara liðsins. Kolding er gífurlega vel mannað lið, stútfullt af núverandi og fyrrverandi dönskum landsliðsmönnum á borð við Bo Spelleberg, Lasse Boesen, Joachim Boldsen og Kasper Hvidt. Þá er sænska stórskyttan Kim Andersson á mála hjá liðinu. Liðið er búið að finna fimm leiki af átta í B-riðli Meistaradeildar Evrópu og er á góðri leið með að komast í 16 liða úrslitin. Það veitti Þýskalandsmeisturum Kiel harða samkeppni á dögunum en þurfti á endanum að lúta í gras. Kolding var talið öruggur sigurvegari í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tapaði nokkuð óvænt í úrslitaviðureigninni fyrir Álaborg. Stefnan er að gera betur í ár og er Aroni gert að skila meistaratitli þó hann sé aðeins hjá liðinu til bráðabirgðar. „Metnaður okkar er að vinna og við erum með liðið til þess. Það sáum við á sunnudaginn þegar við gátum sett Kiel undir pressu þrátt fyrir að vera án lykilmanna,“ sagði Jens Boesen þegar Aron var kynntur fyrir fjölmiðlum. Íþróttastjórinn er engu að síður hæstánægður með að Aron sé mættur til leiks en fyrir utan að hafa gert frábæra hluti með íslenska landsliðið á EM þekkir hann vel til í danska boltanum eftir að spila og þjálfa Skjern á sínum tíma. „Ég er gríðarlega ánægður með að Aron og hans fjölskylda hafi fundist það góð hugmynd að koma til okkar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Boesen. Sjálfur heur Aron engar áhyggjur af pressunni og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég þekki mjög vel til í danska boltanum og fylgist grannt með honum. Það verður því ekkert mál fyrir mig að aðlagast lífinu í Danmörku aftur,“ sagði Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Yfirmaður íþróttamála hjá KIF Kolding er ánægður með að Aron Kristjánsson hafi tekið boði félagsins um að stýra liðinu út tímabilið. Landsliðsþjálfarinn fékk leyfi frá HSÍ til að þjálfa stórlið Kolding út tímabilið vegna veikinda núverandi þjálfara liðsins. Kolding er gífurlega vel mannað lið, stútfullt af núverandi og fyrrverandi dönskum landsliðsmönnum á borð við Bo Spelleberg, Lasse Boesen, Joachim Boldsen og Kasper Hvidt. Þá er sænska stórskyttan Kim Andersson á mála hjá liðinu. Liðið er búið að finna fimm leiki af átta í B-riðli Meistaradeildar Evrópu og er á góðri leið með að komast í 16 liða úrslitin. Það veitti Þýskalandsmeisturum Kiel harða samkeppni á dögunum en þurfti á endanum að lúta í gras. Kolding var talið öruggur sigurvegari í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tapaði nokkuð óvænt í úrslitaviðureigninni fyrir Álaborg. Stefnan er að gera betur í ár og er Aroni gert að skila meistaratitli þó hann sé aðeins hjá liðinu til bráðabirgðar. „Metnaður okkar er að vinna og við erum með liðið til þess. Það sáum við á sunnudaginn þegar við gátum sett Kiel undir pressu þrátt fyrir að vera án lykilmanna,“ sagði Jens Boesen þegar Aron var kynntur fyrir fjölmiðlum. Íþróttastjórinn er engu að síður hæstánægður með að Aron sé mættur til leiks en fyrir utan að hafa gert frábæra hluti með íslenska landsliðið á EM þekkir hann vel til í danska boltanum eftir að spila og þjálfa Skjern á sínum tíma. „Ég er gríðarlega ánægður með að Aron og hans fjölskylda hafi fundist það góð hugmynd að koma til okkar með svo skömmum fyrirvara,“ sagði Boesen. Sjálfur heur Aron engar áhyggjur af pressunni og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Ég þekki mjög vel til í danska boltanum og fylgist grannt með honum. Það verður því ekkert mál fyrir mig að aðlagast lífinu í Danmörku aftur,“ sagði Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira