Körfubolti

Svekkjandi tap hjá Drekunum í baráttunni um þriðja sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli
Sundsvall Dragons tapaði með þremur stigum á útivelli á móti Norrköping Dolphins, 76-79,  í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld eftir að hafa verið með frumkvæðið stærsta hluta leiksins.

Hlynur Bæringsson var með 12 stig og 12 fráköst í kvöld og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig. Ægir Þór Steinarsson var með eitt stig og eina stoðsendingu á fimm mínútum.

Drekarnir voru fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-51, en töpuðu honum 20-28 og þar með leiknum með þremur stigum.

Sundsvall Dragons liðið átti möguleika á því að ná Norrköping að stigum í 3. til 4. sæti með sigri en Norrköping er nú með fjögurra stiga forskot á Drekana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×