Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 23:03 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Vísir/Valli Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló. Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. Haukar slógu Val út úr Coca Cola bikar karla í handbolta í kvöld. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 10. febrúar 2014 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-32 | FH í undanúrslit eftir framlengingu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 32-30 sigur á Akureyri í framlengdum leik í Höllinni á Akureyri í kvöld. Staðan var 25-25 við lok venjulegs leiktíma. 10. febrúar 2014 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld. 10. febrúar 2014 10:44