Af myndinni að dæma er bíllinn svo til alveg eins og hugmyndabíllinn sem kynntur var á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Húddið er lengra og lægra en á venjulegum S-Class. Eins og flestir aðrir bíla með Coupe-lagi er bíllinn tveggja hurða, en afturhluti bílsins er líklega óbreyttur systurbílnum. Mercedes Benz ætlar einnig að svipta hulunni af nýjum CL-Class á morgun.
