Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, hélt í morgun utan til Danmerkur þar sem hann ætlar að ræða við forráðamenn Mors-Thy.
Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag en þó nokkur félög hafa sýnt Róberti áhuga. Hann æfði til að mynda með Hannover/Burgdorf í Þýskalandi í vor en gekk svo í raðir ÍBV.
„Ég ætla að sjá hvað kemur út úr þessu hjá Mors-Thy,“ sagði Róbert. „Ég vil klára þessi mál en maður þarf að vanda valið.“
Róbert, sem er 23 ára, varð Íslandsmeistari með Fram í vor en hefur verið í lykilhlutverki hjá Eyjamönnum í vetur.
Róbert Aron til Danmerkur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
