Spænska liðið var mun sterkara frá fyrstu mínútu og Karim Benzema var ekki lengi að koma liðinu yfir með skoti í teignum.
Gareth Bale skoraði svo gull af marki eftir að hafa fíflað varnarmenn Schalke. Ronaldo komst í tvígang nálægt því að skora en Schalke slapp með skrekkinn og var aðeins tveim mörkum undir er leikmenn fengu sér te.
Ronaldo var pirraður yfir því að hafa ekki náð að skora í fyrri hálfleik og hann var fljótur að setja laglegt mark í upphafi seinni hálfleiks.
Karim Benzema hélt svo flugeldasýningunni gangandi með því að skora fjórða mark spænska liðsins skömmu síðar. Tvö mörk áttu eftir að koma til viðbótar áður en Schalke klóraði í bakkann.