Fótbolti

Carrick: Þetta er ekki búið

Carrick og Rooney svekktir í kvöld.
Carrick og Rooney svekktir í kvöld.
Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

"Þetta voru mikil vonbrigði. Við vitum samt að við eigum enn möguleika í seinni leiknum," sagði miðjumaður Man. Utd, Michael Carrick.

"Við ætluðum okkur sigur hér í kvöld og þetta er ekkert sérstök staða. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik án þess að skapa okkur mikið. Að sama skapi sköpuðu þeir lítið.

"Við byrjuðum illa í síðari hálfleik og fórum á hælana. Við erum ekki að ná neinum úrslitum og verðum að lifa með því. Það er ekki hægt að benda á neinn. Það verða allir að axla ábyrgð á þessu gengi."


Tengdar fréttir

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×