Handbolti

Gunnar Steinn hafði betur í Íslendingaslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnar Steinn
Gunnar Steinn Vísir/epu
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes gerðu sér góða ferð til Kristianstad í EHF-bikarnum í handbolta í dag. Kristianstad er enn stigalaust í C-riðlinum eftir þrjá leiki.

Nantes tók 15-12 forskot í hálfleik og unnu leikinn að lokum 27-23. Ólafur Guðmundsson var að vanda í liði Kristianstad og skoraði Ólafur tvö mörk í leiknum en Gunnar Steinn eitt fyrir Nantes.

Liðin mætast aftur í Nantes þann 15. mars næstkomandi.

Þá nældi Füchse Berlin sér í stig í 31-31 jafntefli gegn HCM Constanta í sömu keppni í handbolta í dag.

Jafnt var á liðunum í hálfleik í stöðunni 16-16 og náði hvorugt liðið að skora sigurmark undir lok leiksins. Berlínarrefirnir eru í fyrsta sæti D-riðilsins í EHF-bikarnum þegar þrír leikir eru búnir með fimm stig, einu stigi á undan HCM Constanta. Liðin mætast aftur í mars í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×