Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 13:15 Sveinn Þorgeirsson, sem er á láni hjá Fram frá Haukum, tekur fast á Sigurbergi Sveinssyni. Vísir/Vilhelm Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu. Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu.
Olís-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira