Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-29 | Trylltur fögnuður FH Elvar Geir Magnússon skrifar 20. febrúar 2014 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum." Olís-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
FH batt enda á fimm leikja tapgöngu með góðum sigri á Val á útivelli í Olísdeild karla í kvöld.Magnús Óli Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru á kostum í kvöld og skoruðu átján af 29 mörkum FH-inga. Alexander Örn Júlíusson skoraði níu mörk fyrir Valsmenn. Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru einfaldlega ákveðnari og betri. Alexander og hans frammistaða var nánast eini ljósi punkturinn hjá Valsmönnum sem hafa verið að gera góða hluti að undanförnu. En í kvöld voru þeir undir á flestum sviðum og menn ráðalausir í sóknarleiknum. Valsmenn byrjuðu reyndar leikinn ágætlega og komust í 6-3. Um miðbik hálfleiksins fóru svo FH-ingar á flug og heimamenn réðu ekki við þá. Sigurður Örn Arnarson var í stuði í marki gestana og verðskuldaður sigur staðreynd. Það sást greinilega á fögnuði FH-inga eftir leik hversu mikla þýðingu þessi sigur hafði fyrir þá og hversu langþráður hann var. Menn voru trylltir í fagnaðarlátum. Fínt veganesti í bikarúrslitahelgina sem er eftir viku. Valsmenn voru langt frá sínu besta og fengu nokkuð langan fyrirlestur frá Ólafi Stefánssyni eftir leikinn.Ólafur Stefánsson: Stökk afturábak „Vonandi vorum við langt frá okkar besta. Ef þetta var okkar besta þá erum við í vondum," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „FH-ingarnir héldu haus. Maggi (Magnús Óli) átti mjög góðan leik og það var munur á markvörslunum hjá liðunum og svona hlutir... en við tókum stökk afturábak í þessum leik." „Við byrjuðum ágætlega en hefðum samt getað gert betur. Svo byrjuðu þeir betur í seinni hálfleik og því fór sem fór. Hrós til FH-inga að rífa sig upp úr erfiðum kafla. Það sýnir karakter hjá þeim. Svona er þetta." „Við vorum með nokkra tæpa leikmenn sem er engin afsökun. Við hefðum kannski átt að rúlla þessu betur. Við vorum í vandræðum með hluti sem eru bara okkar innra vandamál. Það var eiginlega allt sem mátti vera betra." „Ef við tökum einhvern út þá var Alexander flottur hjá okkur. Það er jákvætt." Hvað sagðir þú við strákana eftir leik? „Það var eitthvað bara. Það er rosa lítið hægt að segja, kannski full neikvæður og eitthvað. Núna erum við að fara í hálfs mánaðar pásu sem við þurfum að nýta vel. Menn þurfa að vera jákvæðir til að taka við „infoi" og vera glaðir. Ekki láta þetta slá sig út af laginu. Og ég síst af öllum."Einar Andri: Búnir að laga hugarfarið„Við höfum verið að vinna í hugarfarinu og stilla það rétt," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. „Við vissum að ef við næðum að láta hugann fylgja máli þá verðum við góðir og það kom á daginn." „Þetta var fysti deildarsigurinn á árinu. Það hefur ýmislegt verið að. Það hefur þurft að aðlaga liðið að breyttum aðstæðum. Menn hafa dottið úr skaftinu og aðrir komið í staðinn. Svo hefur líka þurft að vinna í hugarfarinu og erum búnir að laga það." Var ekki vont að missa Daníel Frey Andrésson markvörð? „Það þýðir ekki að velta því lengur fyrir sér. Siggi var frábær í dag og við erum með tvo frábæra markverði. Ef vörnin er í lagi þá verja þeir." FH-ingar keppa eftir rúma viku í undanúrslitum bikarsins og úrslitin í kvöld gott veganesti. „Heldur betur. Þetta gefur okkur sjálfstraust. Valur hefur ásamt Haukum verið sterkasta liðið í deildinni síðan fyrir jól. Þetta var virkilega skemmtilegt að koma hingað og spila þetta vel. Þegar sjálfstraustið kom frannst mér við vera þokkalega með leikinn í höndunum."
Olís-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira