Handbolti

Aron með fjögur mörk í sigri Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Getty
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru báðir í eldlínunni er Kiel endurheimti þriggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Aron skoraði fjögur mörk og Guðjón Valur tvö er Kiel hafði betur gegn Minden á útivelli, 32-22. Staðan í hálfleik var 13-8, Kiel í vil.

Þá vann Flensburg öruggan sigur á Lemgo, 39-26, en Ólafur Gústafsson var ekki á meðal markaskorara Flensburg.

Kiel er nú með 44 stig á topppnum en Flensburg er í þriðja sæti með 40 stig, einu stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen. Hamburg er einnig með 40 stig en liðið vann Göppingen í dag, 34-32.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði tvö mörk en Oddur Gretarsson ekkert er botnlið Emsdetten tapaði fyrir Magdeburg á útivelli, 34-24.

Emsdetten er einungis með sjö stig og fátt annað en fall sem blasir við liðinu úr því sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×