Handbolti

Aron bikarmeistari í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
KIF Kolding, lið Arons Kristjánssonar, varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik.

Aron tók tímabundið við Kolding eftir EM í Danmörku og hefur liðið átt frábæru gengi að fagna síðan þá.

Liðið þótti sigurstranglegri aðilinn fyrir bikarúrslitaleikinn í dag og náðu lærisveinar Arons undirtökunum um miðjan fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum var 12-9, Kolding í vil.

Bjerringbro/Silkeborg náði að minnka muninn í tvö mörk þegar fjórar mínútur voru eftir og staðan 26-24. En nær komst liðið ekki og Kolding fagnaði sigri.

Kári Kristján Kristjánsson leikur með Bjerringbro/Silkeborg og skoraði tvö mörk í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×