Reed í forystu - Woods í toppbaráttunni eftir frábæran hring Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. mars 2014 00:22 Tiger Woods sýndi allar sínar bestu hliðar í dag og er til alls líklegur á lokahringnum. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed hefur tveggja högga forystu þegar að 18 holur eru eftir af Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Blue Monster vellinum í Flórída. Reed er samtals á fjórum höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Aðstæður til þess að skora vel voru mun betri í dag heldur en í gær þegar að mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir. Í öðru sæti eru þeir Jason Dufner og Hunter Mahan á tveimur höggum undir pari en þar á eftir koma Jamie Donaldson og Tiger Woods á einu höggi undir pari samtals. Woods spilaði frábært golf í dag og kom inn á sex höggum undir pari og með góðum lokahring gæti hann varið titilinn á Cadillac meistaramótinu sem hann sigraði í fyrra með töluverðum yfirburðum.Rory McIlroy átti alls ekki góðan hring í dag og spilaði sig úr toppbaráttunni en hann er í 19. sæti á þremur höggum yfir pari, sjö höggum á eftir efsta manni. Nokkur stór nöfn eru þó nálægt efstu mönnum og gætu hæglega barist um titilinn á morgun. Þar ber helst að nefna Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez sem er á sléttu pari ásamt nöfnunum Zach Johnson og Dustin Johnson.Eitt er víst að lokadagurinn á eftir að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 á morgun, sunnudag. Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed hefur tveggja högga forystu þegar að 18 holur eru eftir af Cadillac meistaramótinu sem fram fer á Blue Monster vellinum í Flórída. Reed er samtals á fjórum höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Aðstæður til þess að skora vel voru mun betri í dag heldur en í gær þegar að mikill vindur gerði kylfingum erfitt fyrir. Í öðru sæti eru þeir Jason Dufner og Hunter Mahan á tveimur höggum undir pari en þar á eftir koma Jamie Donaldson og Tiger Woods á einu höggi undir pari samtals. Woods spilaði frábært golf í dag og kom inn á sex höggum undir pari og með góðum lokahring gæti hann varið titilinn á Cadillac meistaramótinu sem hann sigraði í fyrra með töluverðum yfirburðum.Rory McIlroy átti alls ekki góðan hring í dag og spilaði sig úr toppbaráttunni en hann er í 19. sæti á þremur höggum yfir pari, sjö höggum á eftir efsta manni. Nokkur stór nöfn eru þó nálægt efstu mönnum og gætu hæglega barist um titilinn á morgun. Þar ber helst að nefna Spánverjann vinsæla Miguel Angel Jimenez sem er á sléttu pari ásamt nöfnunum Zach Johnson og Dustin Johnson.Eitt er víst að lokadagurinn á eftir að verða mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 á morgun, sunnudag.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti