Handbolti

Arnór og félagar fengu skell gegn toppliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Atlason skoraði þrjú mörk.
Arnór Atlason skoraði þrjú mörk. Vísir/AFP
Arnór Atlason, landsliðsmaður í handbolta, og samherjar hans í Saint Raphael töpuðu með níu marka mun á heimavelli, 30-21, fyrir toppliði Dunkerque í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Arnór skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir heimamenn en markahæstur þeirra var Daninn Morten Olsen sem skoraði átta mörk.

Norska stórskyttan Espen Lie Hansen hjá Dunkerque var markahæstur allra á vellinum en hann skoraði tíu mörk fyrir gestina.

Saint Raphael er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 17 leiki en Dunkerque er komið með þriggja stiga forskot á París Handball á toppnum.

Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í meistaraliði Parísar töpuðu fyrir Chambéry í gærkvöldi og eru með 26 stig eftir 17 leiki en Dunkerque sem fyrr segir á toppnum með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×