Handbolti

Leikur Kiel í Úkraínu verður hugsanlega færður

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Ástandið í Úkraínu þessa dagana hefur áhrif á ýmislegt. Líka Meistaradeildina í handbolta en Íslendingaliðið Kiel á leik gegn úkraínsku liði í sextán liða úrslitum keppninnar.

Það er gegn Motor Zaporozhye en leikurinn í Úkraínu á að fara fram þann 20. mars.

Málið er nú á borði Handknattleikssambands Evrópu, EHF, en þýska utanríkisráðuneytið og þýska sendiráðið í Kænugarði eru ennig að koma að málum.

Leikurinn á að fara fram í Kharkov og svo gæti farið að spilað verði þar. Einnig kemur til greina að færa leikinn til í landinu eða hreinlega úr landi ef ástandið versnar mikið.

Alfreð Gíslason þjálfar Kiel og með félaginu leika þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×