Creditinfo í samstarf við VoLo Africa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. mars 2014 11:04 Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group og Abdou Draman Touray framkvæmdastjóri VoLo. Vísir/Creditinfo Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir. Grænhöfðaeyjar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir.
Grænhöfðaeyjar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira