Volkswagen undir milljón fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 10:15 Volkswagen og Fiat hafa mikinn áhuga á að bjóða sérlega ódýra bíla fyrir Kínamarkað. Autoblog Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Volkswagen hefur í hyggju að bjóða bíl sem kostar ekki nema 6.000 Evrur fyrir Kínamarkað, eða undir einni milljón króna. Yrði sá bíll smíðaður í Kína og hugsanlega í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann FAW. Ódýrasti bíllinn sem Volkswagen býður nú er Volkswagen Up sem kostar um 10.000 Evrur. Dacia í Rúmeníu býður nú ódýrasta bílinn sem til sölu er í Evrópu, þ.e. Sandero, sem kostar 6.790 Evrur og fæst hann til að mynda í Þýskalandi. Volkswagen tilkynnti reyndar um þessi áform sín í mars á síðasta ári og leitar nú bestu leiða til að gera þetta mögulegt og var stefnan að bíllinn verði kominn í sölu árið 2016, en þar sem engin ákvörðun hefur verið tekin um samstarfsaðila í Kína gæti það dregist um eitt ár. Fiat hefur upp sömu áform og Volkswagen að bjóða mjög ódýran bíl fyrir Kínamarkað og hefur komist að sömu niðurstöðu og Volkswagen að það sé ekki hægt með framleiðslu hans í Evrópu.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent