McIlroy: Þarf að standast erfiðar aðstæður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. mars 2014 13:45 McIlroy slær inn á flöt á þriðja keppnisdegi vísir/getty Þrátt fyrir erfiðar flatir og vind er Norður-Írinn Rory McIlroy með tveggja högga forystu fyrir lokadag Honda Classic mótsins á Palm Beach Gardens golfvellinum í Flórída. McIlroy segist þurfa að forðast mistök til að landa öðrum sigri sínum á þessu móti. McIlroy hefur leitt mótið frá fyrsta degi og náð að leika á 69 höggum í gær þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Ég þarf meira af því sama. Þessi völlur snýst um að halda boltanum í leik, reyna að gera ekki mistök og ná þeim fuglum sem bjóðast,“ sagði hinn 24 ára gamli Norður-Íri. „Lykilinn er að lágmarka mistökin, sérstaklega þegar aðstæður eru svona,“ sagði McIlroy sem fékk fjóra fugla í gær og átti mörg pútt sem millimetrum frá því að falla, þar á meðal bæði á 17. og 18. holunni. „Ef ég hitti brautirnar og flatirnar áfram þá mun þetta falla fyrir mig fyrr en seinna.“ Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í dag. Útsending hefst klukkan 18 og verður hringnum lýst af atvinnukylfingnum margföldum Íslandsmeistaranum Birgi Leif Hafþórssyni. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þrátt fyrir erfiðar flatir og vind er Norður-Írinn Rory McIlroy með tveggja högga forystu fyrir lokadag Honda Classic mótsins á Palm Beach Gardens golfvellinum í Flórída. McIlroy segist þurfa að forðast mistök til að landa öðrum sigri sínum á þessu móti. McIlroy hefur leitt mótið frá fyrsta degi og náð að leika á 69 höggum í gær þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Ég þarf meira af því sama. Þessi völlur snýst um að halda boltanum í leik, reyna að gera ekki mistök og ná þeim fuglum sem bjóðast,“ sagði hinn 24 ára gamli Norður-Íri. „Lykilinn er að lágmarka mistökin, sérstaklega þegar aðstæður eru svona,“ sagði McIlroy sem fékk fjóra fugla í gær og átti mörg pútt sem millimetrum frá því að falla, þar á meðal bæði á 17. og 18. holunni. „Ef ég hitti brautirnar og flatirnar áfram þá mun þetta falla fyrir mig fyrr en seinna.“ Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í dag. Útsending hefst klukkan 18 og verður hringnum lýst af atvinnukylfingnum margföldum Íslandsmeistaranum Birgi Leif Hafþórssyni.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira