Enn leiðir McIlroy á Honda Classic 1. mars 2014 22:55 McIlroy hefur verið í miklu stuði á Honda Classic. Vísir/GETTY Þriðja daginn í röð leiðir Norður-Írinn Rory McIlroy Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórída en þegar að 18 holur eru eftir er McIlroy samtals á 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á 69 höggum eða á einu höggi undir pari. Hann á tvö högg á næsta mann sem er Bandaríkjamaðurinn stórefnilegi Russell Henley sem er samtals á 10 höggum undir eftir mögnuð tilþrif á þriðja hring þar sem hann setti meðal annars niður 160 metra högg á 14.holu fyrir frábærum erni. Í þriðja sæti er Russell Knox frá Skotlandi á níu undir pari eftir hring upp á 68 högg í dag. Það er óhætt að fullyrða að það á eftir að verða mikil spenna á morgun en nokkrir þekktir kylfingar eru ekki langt frá toppbaráttunni, þar ber helst að nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er á 7 höggum undir pari sem og fyrrum PGA meistarinn Keegan Bradley, en þeir ásamt fleirum gætu hæglega blandað sér í baráttuna um sigur með góðum hring á morgun.Tiger Woods hristi af sér slenið eftir erfiða byrjun í mótinu en hann lék þriðja hring á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á fimm höggum undir pari og þarf að eiga draumahring á morgun til þess að eiga séns í efstu menn. Á morgun verður lokahringurinn spilaður en atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun lýsa honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsending klukkan 18:00. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þriðja daginn í röð leiðir Norður-Írinn Rory McIlroy Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórída en þegar að 18 holur eru eftir er McIlroy samtals á 12 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hring á 69 höggum eða á einu höggi undir pari. Hann á tvö högg á næsta mann sem er Bandaríkjamaðurinn stórefnilegi Russell Henley sem er samtals á 10 höggum undir eftir mögnuð tilþrif á þriðja hring þar sem hann setti meðal annars niður 160 metra högg á 14.holu fyrir frábærum erni. Í þriðja sæti er Russell Knox frá Skotlandi á níu undir pari eftir hring upp á 68 högg í dag. Það er óhætt að fullyrða að það á eftir að verða mikil spenna á morgun en nokkrir þekktir kylfingar eru ekki langt frá toppbaráttunni, þar ber helst að nefna fyrrum besta kylfing heims, Luke Donald sem er á 7 höggum undir pari sem og fyrrum PGA meistarinn Keegan Bradley, en þeir ásamt fleirum gætu hæglega blandað sér í baráttuna um sigur með góðum hring á morgun.Tiger Woods hristi af sér slenið eftir erfiða byrjun í mótinu en hann lék þriðja hring á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann er samtals á fimm höggum undir pari og þarf að eiga draumahring á morgun til þess að eiga séns í efstu menn. Á morgun verður lokahringurinn spilaður en atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun lýsa honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsending klukkan 18:00.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira