McIlroy: Ég hef sjaldan verið að pútta jafn vel 1. mars 2014 11:47 McIlroy og Woods hafa átt misjöfnu gengi að fagna á Honda Classic. Vísir/Getty Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy leiðir Honda Classic mótið sem fram fer á PGA National vellinum í Flórida eftir 36 holur en Norður-Írinn ungi fylgdi eftir frábærum fyrsta hring í fyrradag með því að leika á 66 höggum í gær. Alls er McIlroy á 11 höggum undir pari en hann hefur sýnt allar sínar bestu hliðar hingað til, verið beinn af teig, nákvæmur í innáhöggunum ásamt því að hafa sett niður mörg góð pútt. „Leikurinn minn hefur batnað mikið það sem af er ári, ég er með mikið sjálfstraust og er að leika vel,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn í gær. „Ég hef aðeins notað 49 pútt á þessum 36 holum og ég held að tölfræðilega þá hafi ég sjaldan verið að pútta jafn vel.“ Tiger Woods hefur ekki átt gott mót hingað til og rétt slapp í gegn um niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 69 höggum eða einu undir pari í gær. Hann er samtals á pari eftir 36 holur og þarf á kraftaverki að halda til þess að vera í baráttunni um sigur á sunnudaginn. „Þetta var erfitt í dag,“ sagði Woods við fréttamenn Golf Channel eftir hringinn. „Ég sló mörg slæm högg en tókst að vera undir pari, þetta var erfiður hringur sem ég er þó sáttur með að hafa klárað einn undir pari.“ Woods var ekki eina stóra nafnið í erfileikum á PGA National í gær en meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurðinum voru þeir Phil Mickelson og Henrik Stenson, sem sitja í þriðja og fimmta sæti heimslistans í golfi. Þriðji hringur Honda Classic fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá 18:00.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira