David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.
„Þetta lítur ekki svo illa út. Hann fékk högg aftan á hnéð,“ sagði Moyes um meiðsli van Persie en Hollendingurinn skoraði öll þrjú mörk United í 3-0 sigri liðsins. Þeir ensku unnu samanlagt, 3-2, og komust þar með áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
„Hann var frábær í kvöld en ekki mörgum tekst að skora þrennu í Meistaradeildinni,“ sagði Moyes enn fremur.
„En ég var ánægðastur með hvernig leikmenn brugðust við eftir helgina. Ég sagði þeim á mánudagsmorgun að við yrðum að vinna 3-0 til að gefa stuðningsmönnunum eitthvað til baka.“
„Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og þeir áttu þetta skilið. Þeir hafa ekki átt mörg svona kvöld í vetur.“
Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

Tengdar fréttir

Van Persie með þrennu og United komst áfram | Myndband
Robin van Persie var hetja Manchester United sem komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.