Handbolti

Füchse Berlin styrkir stöðu sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty
Füchse Berlin vann mikilvægan sigur á Lemgo, 26-22, á heimavelli sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stigin voru mikilvæg fyrir lærisveina Dags Sigurðssonar sem eru í góðri stöðu með að tryggja sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð. Liðið er með 38 stig í fimmta sæti deildarinnar.

Füchse Berlin var með undirtökin nánast allan leikinn en Iker Romero var markahæstur í liðinu með átta mörk.

Í B-deildinni tapaði Grosswallstadt fyrir Erlangen, 28-27. Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Grosswallstadt en Sverre Andreas Jakobsson spilaði að venju í vörn liðsins.

Þá tapaði Aue, lið Rúnars Sigtryggssonar, fyrir Bietigheim á útivelli, 28-24. Sveinbjörn Pétursson varði fjögur skot í marki liðsins og þá skoraði Árni Sigtryggsson fimm marka liðsins.

Aue er í níunda sæti deildarinnar með 26 stig en Grosswallstadt í tíunda sætinu með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×