Handbolti

Ótrúleg endurkoma hjá Kára og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján fagnar í landsleik.
Kári Kristján fagnar í landsleik. Vísir/AFP
Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk þegar Bjerringbro/Silkeborg vann mikilvægan sigur á Álaborg, 24-22, í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Heimamenn í Álaborg byrjuðu miklu betur og voru með 9-2 forystu í upphafi leiksins.

En í stöðunni 12-6 skoraði Bjerringbro/Silkeborg sjö mörk í röð og komst yfir, 13-12. Jafnræði var með liðunum lengst af í síðari hálfleik en gestirnir reyndust sterkari í lokin.

Úrslitin þýða að Bjerringbro/Silkeborg er með tvö stig í sínum riðli í úrslitakeppninni, rétt eins og SönderjyskE sem er í öðru sæti. Kolding, lið Arons Kristjánssonar, er efst með fjögur stig en Álaborg neðst með eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×