Golf

Hvað er í golfpokanum hjá sigurvegurum helgarinnar?

John Senden notar óvenjulegan dræver en hann virkaði vel um helgina.
John Senden notar óvenjulegan dræver en hann virkaði vel um helgina. Vísir/AP




Sigurvegarar helgarinnar í golfheiminum eru óumdeilanlega Ástralinn John Senden sem sigraði á Valspar-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og Spánverjinn Alejandro Canizares sem tryggði sér sinn annan sigur á Evrópumótaröðinni í golfi með því að sigra á Tropheé Hassan mótinu sem fram fór í Morokkó.



Við skyggnumst ofan í pokana hjá þessum tveimur en Senden spilar aðallega með Taylor Made kylfur á meðan að Canizares treystir Ping fyrir öllum kylfum í pokanum sínum. Þá vekur athygli að Senden leikur með dræver sem er heilar 12 gráður og Canizares leikur með nokkurskonar dræverjárn, Ping Rapture.



Poki Senden:

Dræver: TaylorMade SLDR 430 (12°) með Aldila Rogue 70 Tour X skafti.

Brautartré: TaylorMade RBZ Tour (14.5°) með Aldila RIP Phenom 70X skafti.

Járn: TaylorMade Tour Preferred MB (2011 model) (3-PW) með Nippon Pro Modus 3 sköftum.

Fleygjárn: Cleveland 588 (54°, 58°).

Pútter: TaylorMade Ghost Tour Monte Carlo.

Bolti: Titleist Pro V1.



Poki Canizares:

Dræver: PING G15 (9-gráður með Aldila RIP 60 Stiff skafti).

Brautartré: PING G25 (15-gráður með Aldila NV 75 X skafti).

Hálfvitar: PING G25 (20-gráður með Tour Blue 85 Hyb X skafti ) og PING Rapture (Tour Blue 85X).

Járn: PING i25 (4-PW; CFS með stífu skafti).

Fleygjárn: PING Gorge (CFS stíft, Red Lie).

Pútter: PING Scottsdale Wolverine H (34.25”, Red Lie, 2.5 gráður, Superstroke Mid slim 2.0).

Bolti: Titleist Pro V1x.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×