Kaupir Mercedes Aston Martin? Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 12:30 Aston Martin Vantage. Jalopnik Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Á síðasta ári keypti Mercedes-Benz 5% í Aston Martin og ákveðið var að nýr Aston Martin Vantage myndi fá Mercedes-Benz AMG vél. Nú heyrast raddir þess efnis að Mercedes-Benz hafi í hyggju að kaupa breska fyrirtækið. Það er ekki auðvelt að vera lítill bílaframleiðandi og þróa alfarið bíla sína og vélar sjálfir og framleiða fá eintök af þeim. Þá verður hönnunarkostnaðurinn óhóflega hár, bílarnir of dýrir og salan eftir því. Þess vegna eru mörg af flottustu lúxusbílamerkjunum í eigu stóru bílaframleiðslurisanna. Aston Martin var á tímabili í eigu Ford, sem síðan seldi fyrirtækið aftur til sjálfstæðra eigenda. Síðan það gerðist hefur komið í ljós að Aston Martin þarf sárlega á samstarfi við stærri bílaframleiðanda að halda og því gæti eignarhald Mercedes-Benz á því verið lausnin. Auk þess að Mercedes-Benz vél fer í Vantage hafa fyrirtækin einnig áætlað sameiginlegan undirvagn fyrir kraftabíla sína. Það myndi gerast sjálfkrafa ef Mercedes-Benz kaupir Aston Martin með húð og hári.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent