Golf

Stefnir í spennandi lokahring á Valspar-meistaramótinu

Justin Rose hefur leikið vel um helgina og er í toppbaráttunni.
Justin Rose hefur leikið vel um helgina og er í toppbaráttunni. Getty/Vísir




Það stefnir allt í æsispennandi lokadag á Valero-meistaramótinu sem fram fer á Copperhead vellinum í Flórída. Robert Garrigus leiðir mótið en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi, einu höggi á undan Kevin Na sem er á sjö höggum undir.

Ástralski kylfingurinn John Senden er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en hann lék magnað golf í gær og kom inn á 64 höggum eða sjö höggum undir pari vallar.

Justin Rose kemur næstur, einn í fjórða sæti á fimm undir en hinn reynslumikli Retief Goosen er í fimmta ásamt nokkrum öðrum kylfingum á fjórum undir eftir frábæran hring í gær upp á 64 högg.

Það eru því margir um hituna á lokahringnum á Copperhead vellinum sem hefur staðið undir nafni þessa vikuna sem einn mest krefjandi völlur á PGA-mótaröðinni en aðeins 23 kylfingar eru undir pari í mótinu.

Lokahringurinn fer fram í dag en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×