Handbolti

Löwen einu stigi á eftir Kiel

Guðmundur líflegur að venju.
Guðmundur líflegur að venju. vísir/bongarts
Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen lenti ekki í neinum vandræðum gegn Lemgo í þýska handboltanum í kvöld og vann stórsigur, 24-35.

Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Löwen sem er stigi á eftir toppliði Kiel.

Lærisveinar Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach léku vel gegn Evrópumeisturum Hamburg en urðu að sætta sig við tap, 27-23. Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Eisenach sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Lið Vignis Svavarssonar, Minden, tapaði með einu marki, 30-29, gegn TuS N Lübbecke. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Minden sem er í fjórtánda sæti.

Íslendingaliðið Emsdetten tapaði einnig, 22-29, gegn Flensburg. Oduur Gretarsson skoraði eitt mark fyrir botnlið deildarinnar en Ernir Hrafn Arnarson komst ekki á blað. Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem er í þriðja sæti.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer sem tapaði á heimavelli gegn Göppingen, 28-30. Bergischer er þrem stigum frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×