Handbolti

Góður sigur hjá GOG án Snorra Steins

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. vísir/villi
GOG byrjaði vel í úrslitakeppninni í Danmörku án Snorra Steins Guðjónssonar sem getur ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

GOG vann heimasigur, 30-27, á Team Tvis Holstebro í dag. GOG á toppi riðilsins eftir fyrstu umferð en Skjern og Aarhus höfðu áður gert jafntefli.

Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Mors-Thy eru í umspili um að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni og þeir máttu sætta sig við tap, 24-23, gegn Sydhavsöerne í dag.

Leikið er um lausu sætin í tveim fjögurra liða riðlum og liðin í neðstu sætum riðlanna falla. Þetta voru fyrstu leikir beggja liða.




Tengdar fréttir

Snorri Steinn er kviðslitinn

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson mun ekkert getað spilað með GOG í úrslitakeppninni í Danmörku vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×