Handbolti

Átta mörk Árna dugðu ekki - algjört hrun í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Þór Sigtryggsson.
Árni Þór Sigtryggsson. Mynd/Heimasíða Aue
Strákarnir hans Rúnars Sigtryggssonar í EHV Aue þurftu að sætta sig við tveggja marka tap á heimavelli á móti TUSEM Essen, 30-32, í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Leikur Aue hreinlega hrundi í lokin og liðið missti frá sér unnin leik með því að tapa síðustu tólf mínútum leiksins 2-10.

Árni Þór Sigtryggsson, bróðir og lærisveinn Rúnars, átti mjög góðan leik, skoraði átta mörk og var markahæsti leikmaður liðsins. Sveinbjörn Pétursson er síðan annar markvarða Aue-liðsins.

Aue var í frábærum þegar tólf mínútur voru eftir en liðið leiddi þá með fjórum mörkum, 28-22. Essen-liðið skoraði hinsvegar næstu átta mörk og lagði grunninn að mögnuðum útisigri.

Árni Þór átti tvö skot á þessum slæma kafla, annað fór framhjá en hitt var varið. Þetta var mjög svekkjandi tap fyrir Aue-liðið en liðið missti Essen fyrir vikið upp fyrir sig í töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×