Handbolti

Fimmtán íslensk mörk í Íslendingaslag í Frakklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Vísir/Getty
Róbert Gunnarsson var næstmarkahæstur hjá Paris Saint-Germain þegar liðið vann átta marka sigur á Arnóri Atlasyni og félögum í Saint Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-24. Íslensku landsliðsmennirnir létu allir til sín taka í leiknum.

Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk úr sjö leiknum fyrir París þar af voru tvö markanna skoruð á vítapunktinum. Það var aðeins Svartfellingurinn Fahrudin Melić sem skoraði fleiri mörk fyrir PSG en hann var með átta mörk.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk úr 4 skotum fyrir Parísarliðið en Arnór Atlason var markahæstur hjá Saint Raphaël með sex mörk úr tíu skotum.

Paris Saint-Germain komst þar með aftur á sigurbraut eftir tap á móti  Chambéry í síðasta leik en liðið er áfram í 2. sæti deildarinnar. Saint Raphaël tapaði aftur á móti sínum fjórða deildarleik í röð en liðið situr nú í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×