Handbolti

Tíu sigurleikir í röð hjá Aroni Kristjáns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/AFP
Kif Kolding hélt í kvöld áfram sigurgöngu sinni undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Bjerringbro-Silkeborg í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Kif Kolding vann Bjerringbro-Silkeborg 27-23 efir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik. Þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð síðan að Aron tók við liðinu um miðjan febrúar.

Kolding-tryggði sér einmitt bikarmeistaratitilinn eftir 28-24 sigur á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleiknum um síðustu helgi.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í sínum riðli í úrslitakeppninni en Kif Kolding tók með sér tvö stig sem deildarmeistari og er því með fjögur stig á toppnum.

Auk Kif Kolding og Bjerringbro-Silkeborg eru í riðlinum AaB Håndbold og Sönderjysk Elite. AaB tók með sér eitt stig úr riðlakeppninni.


Tengdar fréttir

Aron í bikarúrslitin í Danmörku

KIF Kolding mætir Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar á morgun en undanúrslitaleikirnir fóru fram í dag.

Aron bikarmeistari í Danmörku

KIF Kolding, lið Arons Kristjánssonar, varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik.

Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari sagði að HSÍ hefði ekki efni á því að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að vinna líka fyrir félagslið. Framkvæmdastjóri HSÍ segir sambandið ráða við samning Arons sem nær fram á næsta




Fleiri fréttir

Sjá meira


×