Audi R8 E-tron fer 450 km á rafmagni Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 00:01 Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Forsvarsmenn Audi hafa trú á því að rafmagnsútfærsla Audi R8 E-tron sportbílsins gæti breytt viðhorfi almennings til rafmagnsbíla þar sem hann kemst 450 km á hverri hleðslu. Fáir rafmagnsbílar hafa eins mikið drægi og þessi bíll, en Tesla fullyrðir reyndar að Tesla Model S bíllinn komist 480 km við bestu aðstæður. Hinn nýi BMW i3 rafmagnsbíll kemst 190 km og Nissan Leaf kemst 135 km. Audi E-tron verður ekki beint fjöldaframleiddur bíll, en hann verður aðeins smíðaður eftir pöntunum. Audi greinir að auki ekki frá því hvenær fyrstu bílarnir verða afhentir, né hvað þeir muni kosta en ljóst er að þarna er á ferðinni langdýrasta útgáfa R8- bílsins.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent