Handbolti

Alfreð gefur þýska landsliðsþjálfaranum ráðleggingar

Alfreð hefur áhyggjur af þýska landsliðinu.
Alfreð hefur áhyggjur af þýska landsliðinu. vísir/bongarts
Þýska handboltalandsliðið á það á hættu að missa af öðru stórmóti næsta janúar enda bíður liðsins gríðarlega erfitt verkefni í umspilinu fyrir HM í sumar.

Þá spila Þjóðverjar gegn sterku liði Pólverja og annað liðið þarf að sitja eftir heima og fylgjast með HM í Katar í sjónvarpinu.

Eðlilega hafa Þjóðverjar talsverðar áhyggjur af rimmunni og það væri gríðarlegt áfall fyrir þýskan handbolta ef landslið þeirra kemst ekki á stórmót annað árið í röð.

Landsliðsþjálfarnn Martin Heuberger er búinn að kalla á markvörðinn Johannes Bitter aftur í landsliðið en Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, segir að þjálfarinn eigi að kalla á fleiri reynslubolta.

"Ég tel að Heuberger eigi líka að kalla á Pascal Hens í þessa leiki. Að mínu mati ætti hann einnig að skoða það að velja Mimi Kraus. Það þarf að vera reynsla í liðinu," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×