Eftir hörmulega frammistöðu Tiger Woods á Cadillac-mótinu síðasta sunnudag veltu menn mikið fyrir sér stöðunni á bakmeiðslum Tiger og hvenær hann myndi snúa aftur á golfvöllinn.
Næst á dagskrá er boðsmót Arnold Palmer á hinum fræga Bay Hill-velli. Tiger stefnir að því að vera með.
"Hann er í stöðugri meðferð vegna meiðslanna og ætlar sér að vera klár í Bay Hill," sagði umboðsmaður Tiger við ESPN.
Bay Hill er einn af uppáhaldsvöllum Tigers og hann á titil að verja þar. Hann hefur unnið á þeim velli átta sinnum í heildina.
Tiger ætlar að vera með á Bay Hill
