Peugeot 308 bíll ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 15:15 Peugeot 308. Hin virtu verðlaun bíll ársins í Evrópu hlaut hinn franski Peugeot 308 og skákaði 5 öðrum bílum sem komist höfðu í lokavalið. Peugeot 308 hlaut 307 stig, en í öðru sæti varð BMW i3 með 223 stig. Í þriðja sætinu varð svo Tesla Model S með 216 stig, í fjórða Citroën C4, því fimmta Mazda3 með 180 stig og sjötta Skoda Octavia með 172 stig. Sigur Peugeot 308 var því nokkuð afgerandi því meiri munur var á fyrsta og öðru sæti en öðru og sjötta sæti. Maxime Picat sem fer fyrir Peugeot merkinu sagði við verðlaunaafhendinguna á bílasýningunni í genf að það væri sannarlega gleðiefni að nú væru bílblaðamenn að tala við hann um bíl en ekki en ekki um Peugeot fyrirtækið og dræmt gengi þess á undanliðnum árum. Þar mælist honum rétt því flestar fréttir undanfarið af franska framleiðandanum hafa verið af taprekstri og erfiðleikum. Vonandi lyftir þessi verðlaunaði bíll Peugeot fyrirtækinu uppúr þeirri lægð sem það hefur verið í. Sala Peugeot bíla hefur minnkað 6 ár í röð og tap hefur verið á rekstri þess síðustu tvö ár. Peugeot neyddist til að selja kínverska bílaframleiðandanum Dongfeng 14% hlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði til að fjármagna reksturinn. Markaðshlutdeild Peugeot minnkaði í 10,9% á síðasta ári frá 11,7% árið áður. Í síðasta mánuði jókst sala Peugeot bíla um 6,9%, svo vonandi er sólin að rísa hjá Peugeot. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Hin virtu verðlaun bíll ársins í Evrópu hlaut hinn franski Peugeot 308 og skákaði 5 öðrum bílum sem komist höfðu í lokavalið. Peugeot 308 hlaut 307 stig, en í öðru sæti varð BMW i3 með 223 stig. Í þriðja sætinu varð svo Tesla Model S með 216 stig, í fjórða Citroën C4, því fimmta Mazda3 með 180 stig og sjötta Skoda Octavia með 172 stig. Sigur Peugeot 308 var því nokkuð afgerandi því meiri munur var á fyrsta og öðru sæti en öðru og sjötta sæti. Maxime Picat sem fer fyrir Peugeot merkinu sagði við verðlaunaafhendinguna á bílasýningunni í genf að það væri sannarlega gleðiefni að nú væru bílblaðamenn að tala við hann um bíl en ekki en ekki um Peugeot fyrirtækið og dræmt gengi þess á undanliðnum árum. Þar mælist honum rétt því flestar fréttir undanfarið af franska framleiðandanum hafa verið af taprekstri og erfiðleikum. Vonandi lyftir þessi verðlaunaði bíll Peugeot fyrirtækinu uppúr þeirri lægð sem það hefur verið í. Sala Peugeot bíla hefur minnkað 6 ár í röð og tap hefur verið á rekstri þess síðustu tvö ár. Peugeot neyddist til að selja kínverska bílaframleiðandanum Dongfeng 14% hlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði til að fjármagna reksturinn. Markaðshlutdeild Peugeot minnkaði í 10,9% á síðasta ári frá 11,7% árið áður. Í síðasta mánuði jókst sala Peugeot bíla um 6,9%, svo vonandi er sólin að rísa hjá Peugeot.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent