Handbolti

Strákarnir hans Kristjáns áfram á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Óli Heimisson og Aron Rafn Eðvarðsson með liðsfélögum sínum.
Heimir Óli Heimisson og Aron Rafn Eðvarðsson með liðsfélögum sínum. Mynd/Heimasíða Guif
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Eskilstuna Guif náðu aftur toppsætinu af IFK Kristianstad eftir eins marks útisigur á Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Eskilstuna Guif og IFK Kristianstad eru bæði með 43 stig eftir 29 leiki en Guif er með betri markatölu. Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson spilar lykilhlutverk með liði Kristianstad.

Guif er á mikilli sigurgöngu og Kristjáni er að takast að koma með liðið upp á hárréttum tíma.

Linumaðurinn Heimir Óli Heimisson skoraði 3 mörk fyrir Eskilstuna Guif en landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varði aðeins 1 af 10 skotum sem á hann komu í leiknum.

Helge Freiman var hetja Guif-liðsins en hann skoraði sigurmarkið í leiknum og var einnig markahæstur með fimm mörk ásamt Daniel Pettersson.

Redbergslid-liðið komst í 7-2 í upphafi leiks og var 14-12 yfir í hálfleik. Guif var hinsvegar sterkara í seinni hálfleiknum og tryggði sér sjöunda deildarsigur sinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×