Handbolti

Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann

Guðmundur og Dujshebaev.
Guðmundur og Dujshebaev. vísir/getty
Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag.

Fram kemur að ekki séu nægileg sönnunargögn fyrir hendi til þess að dæma þjálfara Kielce í leikbann.

Eftir að hafa kýlt Guðmund eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni fór Dujshebaev hamförum á blaðamannafundi. Hann sýndi af sér einstakan dónaskap í garð Guðmundar.

Fyrir það þarf þjálfarinn að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sekt.

Hann verður því á hliðarlínunni gegnt Guðmundi er liðin mætast á nýjan leik á mánudag.

Hér má sjá atvikið umdeilda. Guðmundur segist hafa verið sleginn í punginn en EHF segir ekki vera nægar sannanir fyrir því.

Tengdar fréttir

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Forseti Kielce baðst afsökunar

Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.

Forseti Kielce: Við munum verja okkur

Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×