Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - ÍBV 26-29 | Vandræði ÍR halda áfram Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 27. mars 2014 21:30 Róbert Aron Hostert sækir að marki ÍR í kvöld. Vísir/Valli Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði. Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði.
Olís-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira