13.000 pantanir í Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 10:15 Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent