Handbolti

Stefán Rafn með stórleik í stórsigri

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. vísir/bongarts
Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, komst aftur upp að hlið Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann enn einn stórsigurinn.

Að þessu sinni slátraðu ljónin hans Guðmundar liði Emsdetten, 32-44. Mjög ójafn leikur eins og tölurnar gefa til kynna.

Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik fyrir Löwen og skoraði níu mörk. Hann var næstmarkahæstur allra á vellinume n Andy Schmid skoraði þrettán mörk. Alexander Petersson lét sér duga að skora þrjú mörk að þessu sinni.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði tvö mörk fyrir Emsdetten sem er í neðsta sæti deildarinnar.

Lið Ólafs Gústafssonar, Flensburg, er stigi á eftir Kiel og Löwen en Flensburg valtaði yfir Bergischer, 34-15. Ólafur skoraði eitt mark fyrir Flensburg og slíkt hið sama gerði Arnór Þór Gunnarsson fyrir Bergischer.

Bergischer er í 15. sæti deildarinnar og í fallhættu. Liðið kom mjög á óvart í upphafi móts en hefur svo algjörlega misst flugið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×