Rússar vilja losna við Visa og Mastercard Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 10:22 Rússneskur hraðbanki. Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira