Handbolti

Rúnar sleit krossband

Rúnar í landsleik.
Rúnar í landsleik. vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason leikur ekki meira á þessari leiktíð eftir að hafa meiðst alvarlega á æfingu með félaginu sínu, Hannover-Burgdorf.

Hann verður frá í að minnsta kosti sjö mánuði þar sem hann sleit krossband. Hann spilar því ekki aftur fyrr en seint á þessu ári og nái hann sér ekki góðum fyrr en síðar þá er HM í Katar í uppnámi hjá skyttunni.

Árið 2012 sleit Rúnar einnig krossband og verður því seint sagt að lukka elti hann.

"Það er mjög erfitt að sætta sig við þetta þar sem ég var í virkilega góðu formi," segir Rúnar við heimasíðu Hannover.

Leikmaðurinn hefur verið á stöðugri uppleið síðustu mánuði og leikið virkilega vel í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×